Enski boltinn

Benítez horfir á björtu hliðarnar

Elvar Geir Magnússon skrifar

Rafa Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, kýs að horfa á jákvæðu hliðina eftir 1-1 jafntefli gegn Everton á Anfield í kvöld. Með sigri hefði Liverpool endurheimt toppsæti deildarinnar en Everton jafnaði seint í leiknum.

„Við vorum að vinna og vorum með þetta í okkar höndum. Við sóttum meira og vorum með stjórnina. Ég var bjartsýnn á að við gætum bætt við marki. En þá fengum við á okkur mark þegar þrjár mínútur voru eftir," sagði Benítez.

„Þetta eru vonbrigði en við megum ekki gleyma því að við erum í góðri stöðu. Fjölmiðlar hafa ýmislegt að segja en við erum komnir áfram í Meistaradeildinni, leikum í bikarnum um næstu helgi og erum við toppinn í deildinni. Við verðum að halda áfram að vera jákvæðir og horfa fram á veginn."

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, telur jafntefli hafa verið sanngjörn úrslit. „Við lékum vel og sýndum mikið sjálfstraust og öryggi. Rétt áður en Liverpool skoraði hefðum við getað fengið víti," sagði Moyes sem sagði þó að dómarinn Howard Webb hafi dæmt leikinn af stakri prýði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×