Fótbolti

Enn tapar Roeselare

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bjarni Þór Viðarsson í leik með Roeselare.
Bjarni Þór Viðarsson í leik með Roeselare. Mynd/ksvroeselare.be

Bjarni Þór Viðarsson spilaði allan leikinn er KSV Roeselare tapaði fyrir Sint-Truiden á heimvelli, 2-1, í belgísku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Roeselare komst yfir með marki á 79. mínútu en gestirnir skoruðu tvívegis á síðustu tíu mínútum leiksins og tryggðu sér þar með sigurinn.

Liðið er því enn á botni deildarinnar og er með þrettán stigeftir nítján leiki, sex stigum frá öruggu sæti. Sint-Truiden er í áttunda sæti deildarinnar.

Leik Cercle Brügge og Moeskroen var frestað í gær vegna veðurs. Arnar Þór Viðarsson, bróðir Bjarna, leikur með Cercle Brügge.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×