Erlent

Óvenjuleg samskipti við ótamin ljón

Kevin Richardson með bestu vinum sínum.
Kevin Richardson með bestu vinum sínum.

Suður-Afríkumaðurinn Kevin Richardson á í vægast sagt óvenjulegum samskiptum við ljón. Hann hefur unnið með atferli ljóna í meira en áratug á verndarsvæði sínu nærri Jóhannesarborg. Ljónin virðast viðurkenna hann fullkomlega, en rétt er að taka það fram að ekki er um tamin ljón að ræða.

Richardson er sá eini sem fær svona blíðar móttökur hjá ljónunum.Hann segist vera þess vel meðvitaður um að hann stefni lífi sínu í stórhættu með þessu, en hann hefur litlar áhyggjur af því og segir að ef hann endurfæðist muni hann taka upp sömu samskipti við ljónin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×