Enski boltinn

Cardiff og Arsenal þurfa að mætast á ný

NordicPhotos/GettyImages

Cardiff og Arsenal gerðu í dag markalaust jafntefli í enska bikarnum og þurfa því að mætast á ný til að fá úr því skorið hvort liðið fer í fimmtu umferðina.

Walesverjarnir byrjuðu með látum á heimavelli sínum Ninian Park en fóru illa með nokkur góð marktækifæri.

Arsenal náði tökum á leiknum eftir hlé og var Robin Van Persie einna helst aðgangsharður að marki Cardiff, en úrvalsdeildarliðinu tókst ekki að brjóta vörn heimamanna á bak aftur.

Cardiff lék til úrslita í keppninni í fyrra og virðist til alls líklegt að þessu sinni. Liðið á nú fyrir höndum erfiða ferð á Emirates völlinn þar sem aukaleikurinn fer fram.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×