Erlent

Byssumaðurinn í Alabama: Skaut ömmu sína og afa

Guðjón Helgason skrifar
Lögregla og sjúkralið á vettvangi í Samson þar sem maðurinn skaut hóp fólks til bana í hjólhýsi. MYND/WDHN
Lögregla og sjúkralið á vettvangi í Samson þar sem maðurinn skaut hóp fólks til bana í hjólhýsi. MYND/WDHN

Ellefu liggja í valnum eftir skotárásir í þremur smábæjum í Alabanaríki í Bandaríkjunum í gær. Maður vopnaður hríðskotariffli myrti tíu manns áður en hann svipti sig lífi.

Bandarískir miðlar hafa upplýst að byssumaðurinn hét Michael McLendon. Hann gekk berserksgang í bæjunum Kinston, Smason og Geneva í suðurhluta Alabamaríki í gær. Þar myrti hann bæði ættingja og ókunnuga.

Að sögn CNN skaut McLendon móður sína, afa og ömmu, frænku og frænda og fimm aðra til bana. Hann lagði einnig eld að húsi móður sinnar. Meðal fallinna eru einn lögreglumaður og þriggja mánaða gamalt barn. Fjölmargir vegfarendur særðust einnig í árásunum. McLendon mun einnig hafa skotið á verslanir sem hann ók framhjá og nokkrar bifreiðar á ferð.

Í Geneva óku lögreglumenn á bíl mannsins til að stöðva McLendon. Hann hljóp þá út úr bílnum og inn í járnvöruverksmiðju. Þaðan skaut hann þrjátíu skotum í átt að lögreglumönnunum og særði einn þeirra. Síðan beindi hann byssunni að sjálfum sér og svipti sig lífi.

Lögregla segir þetta mannskæðustu morðárásir í suðurhluta í ríkisins í manna minnum. Síðast gekk byssumaðru berserksgang í þessum hluta Alabama árið 2002. Þá myrti Westley Devon Harris sex meðlimi í fjölskyldu sextán ára kærustu sinnar. Harris hlaut dauðadóm fyrir ódæðin 2005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×