Enski boltinn

Jol vill kaupa Huddlestone til HSV

NordicPhotos/GettyImages

Martin Jol þjálfari Hamburg og fyrrum þjálfari Tottenham hefur mikinn hug á að krækja í fyrrum leikmann sinn Tom Huddlestone til Þýskalands eftir því sem fram kemur í enskum miðlum í dag.

Hinn tröllvaxni en hægfara Huddlestone var keyptur til Tottenham frá Derby að frumkvæði Jol árið 2005 og er varnartengiliður.

Hinn 22 ára gamli Huddlestone þykir mjög góður sendingamaður en hefur aldrei náð að stimpla sig almennilega inn í lið Tottenham og hefur Harry Redknapp frekar teflt þeim Didier Zokora og Jamie O´Hara fram á miðjunni í vetur.

Huddlestone verður þó eflaust ekki ódýr því hann skrifaði undir fimm ára framlengingu á samningi sínum hjá Lundúnafélaginu í sumar sem leið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×