Enski boltinn

Hughes: Verðum að klára leikina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mark Hughes, stjóri City
Mark Hughes, stjóri City

Mark Hughes var allt annað en ánægður með að sínir menn í Manchester City hafi gert sitt fimmta jafntefli í röð í ensku úrvalsdeildinni í dag.

City mætti Burnley og lenti 2-0 undir strax í fyrri hálfleik. City skoraði þó þrjú mörk í röð en Burnley náði svo að jafna metin undir lok leiksins.

„Þetta er afar pirrandi og veldur mér vonbrigðum því við vorum í góðri stöðu," sagði Hughes við enska fjölmiðla eftir leikinn. „Við verðum að læra að klára leikina okkar almennilega því við höfum misst tvo leiki í jafntefli á heimavelli."

„Kannski var þetta afleiðing þess að við lögðum gríðarlega mikið á okkur til að komast yfir í leiknum," bætti hann við.

„Nú er ellefu leikjum lokið í deildinni og okkur hefur gengið þokkalega - ekkert meira en það. Við erum lið sem er enn að slípast saman og það sést stundum á okkar frammistöðu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×