Enski boltinn

Abramovich ætlar ekki að selja Chelsea

Elvar Geir Magnússon skrifar
Roman Abramovich.
Roman Abramovich.

Peter Kenyon, stjórnarformaður Chelsea, segir þær sögusagnir ekki sannar að Roman Abramovich hyggist selja félagið.

Orðrómur hefur verið uppi um að Abramovich sé búinn að missa áhugann á félaginu.

„Eigandi félagsins þarf ekki að selja það og vill ekki gera það," sagði Kenyon. Chelsea er ekki lengur ríkasta félag Englands heldur er það dottið niður í þriðja sætið á eftir Manchester City og QPR.

„Það er ákveðinn léttir að vera ekki lengur með þennan stimpil. Önnur félög hafa meira fé milli handanna en við en munu kannski ekki ná sama árangri á vellinum," sagði Kenyon.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×