Enski boltinn

West Ham tilbúið að hlusta á kauptilboð í Upson

Ómar Þorgeirsson skrifar
Matthew Upson.
Matthew Upson. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum Sunday Mirror munu fjárhagsvandræði West Ham gera það að verkum að félagið er talið reiðubúið að hlusta á kauptilbið í fyrirliðann Matthew Upson þegar félagaskiptaglugginn opnar að nýju í janúar.

Verðmiðinn á hinum 31 árs gamla Upson er talinn vera í kringum 15 milljónir punda en enski landsliðsmaðurinn á 18 mánuði eftir af núgildandi samning sínum við Lundúnafélagið.

Liverpool, Tottenham og Manchester City eru öll sögð vera að fylgjast náið með gangi mála hjá varnarmanninum en City lagði fram 12 milljón punda kauptilboð í Upson í sumar sem West Ham hafnaði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×