Erlent

Shinawatra hvetur til stillingar

Thaksin Shinawatra.
Thaksin Shinawatra.

Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, hvetur stuðningsmenn sína til að sýna stillingu og biður konung landsins um að leysa þær deilur sem blossað hafi upp í taílenskum stjórnmálu. Hann segist ekki geta fjármagnað endurkomu í taílensk stjórnmál að þessu sinni.

Til óeirða kom í Taílandi um páskahelgina þegar stuðningsmenn Shinawatra kröfðust afsagnar sitjandi stjórnar. Hún komst til valda seint á síðasta ári eftir að ríkisstjórn skipuð bandamönnum Shinawatra og ættingjum hrökklaðist frá völdum vegna mótmæla og dóms um kosningasvik. Shinawatra er í sjálfsskipaðri útlegð en hann á yfir höfði sér ákværur í heimalandinu fyrir fjársvik og spillingu.

Shinawatre hefur farið þess á leit við Bhumipol konung Taílands að hann beiti sér í þeirri deilu sem nú sé komin upp. Átök muni aðeins magnast ef hinn dáði konungur taki ekki á málinu.

Shinawatra var sviptur taílensku vegabréfi sínu eftir að óeirðirnar um síðustu helgi blossuðu upp. Stjórnvöld í Níkaragva hafa gefið út vegabréf í hans nafni. Hann hafi verið skipaður sem sérlegur sendifulltrúi landsins en honum hafi verið falið að laða erlenda fjárfesta að Níkaragva.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×