Fótbolti

Maradona: Það eiga allir möguleika á að spila hjá mér

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Maradona, þjálfari argentínska landsliðsins.
Diego Maradona, þjálfari argentínska landsliðsins. Mynd/AFP

Diego Maradona, þjálfari argentínska landsliðsins, stýrir liðinu í fyrsta sinn í nótt eftir að liðið tapaði 1-6 á móti Bólivíu í undankeppni HM. Argentína mætir þá Panama í vináttlandsleik í Santa Fe.

Panama er í 83. sæti á Styrkleikalista FIFA og hefur Maradona þurft að verja það að spila vináttulandsleik á móti svo „auðveldum" mótherjum. „Það eru engin lið sem vildu spila við okkur. Ef að Brasilíumenn hefði viljað koma þá hefðum við spila við þá. Það bauðst að spila við Panama og ég tók því boði fagnandi," sagði Maradona.

„Þetta er mikilvægt tækifæri fyrir leikmenn að sýna sig, og kynnast því að spila fyrir Argentínu," sagði Maradona sem velur aðeins leikmenn sem spila í heimalandinu.

„Það eiga allir möguleika á að spila hjá mér. Það eiga allir argentínskir fótboltamenn að eiga hjá sér von um að spila fyrir landsliðið. Frammistaða þeirra í þessum leik mun ráða því hvort þeir verði aftur valdir fyrir undankeppni HM í næsta mánuði," sagði Maradona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×