Innlent

Tæplega 2.000 beiðnir teknar fyrir

 Alls urðu 55 einstaklingar gjaldþrota á fyrri helmingi ársins, en 93 á sama tíma í fyrra.Fréttablaðið/GVA
Alls urðu 55 einstaklingar gjaldþrota á fyrri helmingi ársins, en 93 á sama tíma í fyrra.Fréttablaðið/GVA

Fyrirtökum nauðungarsölubeiðna einstaklinga hjá sýslumönnum fjölgaði um tæplega 25 prósent á fyrri hluta árs samanborið við sama tímabil í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu.

Sýslumenn tóku fyrir samtals 1.841 nauðungarsölubeiðni vegna einstaklinga á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við 1.479 talsins fyrstu sex mánuðina í fyrra.

Þá bárust sýslumannsembættum landsins 840 beiðnir um nauðungarsölu hjá lögaðilum, tæplega 39 prósentum fleiri en á sama tíma í fyrra, þegar þær voru 606 talsins. Gjaldþrotum einstaklinga fækkaði, voru 55 samanborið við 93 á fyrstu sex mánuðunum í fyrra.

Ása Ólafsdóttir, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir að samkvæmt samantekt frá sýslumannsembættum landsins hafi árangurslausu fjárnámi hjá einstaklingum fækkað. Á fyrri hluta ársins voru þau 4.359 talsins, en 4.504 árið 2008. Ekki fengust upplýsingar um fjölda mála hjá sýslumönnum síðustu tvo mánuði, en Ása segir unnið að því að safna þeim upplýsingum saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×