Enski boltinn

Benitez: Við verðum í Meistaradeildinni á næsta ári

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafa Benitez, stjóri Liverpool.
Rafa Benitez, stjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, er þess fullviss að liðið muni spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Þetta sagði hann á blaðamannafundi í dag en á morgun þá mætir liðið Wigan á heimavelli.

„Allir leikir hjá okkur eru leikir sem við verðum að vinna. Okkar viðhorf er að reyna að vinna hvern einasta leik," sagði Benitez.

„Stundum tekst það og stundum ekki. En það þýðir ekki að vera neikvæður - maður verður að hugsa um hið jákvæða."

„Ég reyni að gera mitt allra besta á hverjum degi. Það vita leikmenn og þeir eru að gera slíkt hið sama. Við erum allir að vinna saman í þessu."

„Ég get fullvissað alla um að við verðum í hópi fjögurra efstu liðanna þegar tímabilinu lýkur," sagði Benitez enn fremur en fjögur efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni öðlast þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu.

„Ég er viss um að okkar stuðningsmenn séu það skynsamlegir að þeir vita að besta leiðin til að breyta gengi liðsins til hins betra er að standa þétt að baki liðsins."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×