Enski boltinn

Backe hættur hjá Notts County

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hans Backe og Sven-Göran Eriksson.
Hans Backe og Sven-Göran Eriksson. Nordic Photos / AFP

Svo virðist sem að ævintýrið um Notts County sé að breytast í martröð. Nú hefur Svíinn Hans Backe ákveðið að hætta sem knattspyrnustjóri liðsins eftir aðeins sjö vikur í starfi.

Í sumar var félagið keypt af ónafngreindum aðilum sem ætluðu félaginu stóra hluti. En þeir misstu fljótt áhuga á félaginu og seldu það í síðustu viku til Peter Trembling.

Sven-Göran Eriksson var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu og hann fékk Backe til starfa knattspyrnustjóra. Backe var áður aðstoðarmaður Eriksson hjá til að mynda Manchester City og landsliði Mexíkó.

Backe greindi leikmönnum frá ákvörðun sinni í morgun en þegar hann var spurður út í nýja eigendur félagsins í síðustu viku virtist hann sáttur.

„Ég vil bara einbeita mér að knattspyrnunni og láta Peter Trembling um allt hitt," sagði hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×