Enski boltinn

Ferguson virðir ákvörðun Redknapp

AFP

Sir Alex Ferguson stjóri Manchester United segist skilja vel kollega sinn Harry Redknapp hjá Tottenham mun ekki tefla fram sínu sterkasta liði á morgun þegar liðin mætast í enska bikarnum.

Redknapp hefur verið gagnrýndur nokkuð fyrir þessi áform sín sem hann gaf út eftir að Tottenham marði sigur á Burnley í deildabikarnum eftir framlengingu í vikunni.

Lykilmenn Tottenham glíma margir hverjir við meiðsli og liðið á gríðarlega mikilvæga og erfiða leiki framundan í deildinni þar sem það berst fyrir lífi sínu.

"Ég veit að Harry gaf þetta út í hita leiksins en ég er viss um að hann hefur áhyggjur. Hann er meið nokkra leikmenn í meiðslum og þarf að hafa áhyggjur af mikilvægum leik gegn Stoke á þriðjudaginn. Tottenham er í bullandi baráttu á botninum með þremur eða fjórum liðum sem hafa 21 stig og næstu leikir liðsins eru erfiðir sex stiga leikir. Svo var Tottenham að spila leik í bikarnum við hræðilegar aðstæður," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×