Enski boltinn

Owen orðaður við Juventus

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Michael Owen hjá Newcastle var um helgina orðaður við ítalska félagið Juventus, fjórum árum eftir að Tórínóliðið reyndi að kaupa hann frá Liverpool.

News of the World greindi frá því í gær að Juve hefði gert fyrirspurn í markahrókinn og að Genoa hafi líka sýnt honum áhuga.

Owen er 29 ára gamall og hefur enn ekki fengist til að framlengja samning sinn við Newcastle, enda ríkir nokkur óvissa í herbúðum félagsins.

Owen vill halda öllum dyrum opnum og vitað er að tilboð um að spila í Meistaradeildinni er alltaf freistandi fyrir knattspyrnumenn. Hann var reyndar líka orðaður við Inter á dögunum, en Jose Mourinho sagði ekkert til í þeim orðrómi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×