Umfjöllun: KR-ingar fóru illa með Þróttara og skoruðu fimm mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2009 18:15 KR-ingurinn Gunnar Örn Jónsson. Mynd/Stefán KR-ingar unnu 5-1 stórsigur á Þrótturum á skelfilegum Valbjarnarvelli í kvöld og það var ekki hægt að sjá annað en að Þróttaraliðið sé á leiðinni niður í 1. deild eftir annað 1-5 tap liðsins í röð. KR-ingar voru í allt öðrum klassa í þessum leik og þeir Bjarni Guðjónsson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson gerðu vel í að fylla í skarð fyrirliðans Jónasar Guðna Sævarssonar sem er farinn í atvinnumennsku. Grétar tók við fyrirliðabandinu og Bjarni Guðjónsson tók stöðu hans á miðjunni og var besti maður vallarins. KR-ingar fóru í stórsókn frá fyrstu mínútu leiksins og það var fljótlega ljóst í hvað stefndi. Gunnar Örn Jónsson ógnaði ítrekað á hægri vængnum og oft var eins og skelfilegur leikvöllur reyndist KR-ingum erfiðari heldur en varnarmenn Þróttar. Fyrsta markið kom eftir 11 mínútna leik þegar Grétar Sigfinnur Sigurðarson skallaði inn hornspyrnu Óskars Arnar Haukssonar og fimm mínútum síðar björguðu Þróttarar öðrum skalla Grétars á marklínu. KR-ingar voru í stórsókn og nær allir á vallarhelmningi Þróttar þegar slæm sending Atla Jóhannssonar virkaði eins og frábær stungusending á hinn eldsnögga Samuel Malson sem fór einn upp allan völlinn og skoraði af öryggi. Markið stuðaði KR-ingar og í kjölfarið náðu Þróttarar ágætum kafla. Það entist þó ekki lengi og fljótlega tóku KR-ingar öll völd á nýjan leik. Rétt eftir að Atli Jóhannsson daðraði við að fá sitt annað gula spjald tókst honum að bæta fyrir mistökin frá því í jöfnunarmarkinu þegar hann fiskaði víti sem Björgólfur Takefusa nýtti af öryggi og kom KR í 2-1. Sex mínútum síðar lagði Atli upp annað mark nú fyrir Gunnar Örn Jónsson sem átti mjög góðan fyrri hálfleik og átti skilið að komast á blað. Atli komst upp að endamörkum og gaf lágan boltann út í teig framhjá sofandi varnarmönnum Þróttar þar sem Gunnar Örn lagði boltann í markið. Seinni hálfleikurinn var ekki eins fjörugur og lítið gerðist þar til að Guðmundur Benediktsson kom inn á sem varamaður og kveikti líf á ný í sóknarleik liðsins. Björgólfur Takefusa lét þó Sindra Snæ Jensson verja frá sér vítaspyrnu á 59. mínútu. Það var hinsvegar innkoma Guðmundar sem fékk KR-liðið til að skipta úr hlutlausum í fimmta gír og lokamínútur leiksins voru mjög fjörugar. KR-ingar fengu fullt af færum í kjölfarið og skoruðu tvö mörk. Það fyrra gerði Atli Jóhannsson eftir frábæra sendingu Guðmundar Benediktssonar og það síðarar skoraði Baldur eftir sendingu Guðmundar Reynis Gunnarssonar. Þróttur-KR 1-5 0-1 Grétar Sigfinnur Sigurðarson (11.) 1-1 Samuel Andrew Malson (19.) 1-2 Björgólfur Takefusa, víti (35.) 1-3 Gunnar Örn Jónsson (41.) 1-4 Atli Jóhannsson (79.) 1-5 Baldur Sigurðssin (82.) Valbjarnavöllur. Áhorfendur: 1174 Dómari: Jóhannes Valgeirsson (7) Skot (á mark): 9-22 (4-12) Varin skot: Sindri Snær 7 - Stefán Logi 3. Horn: 4-9 Aukaspyrnur fengnar: 8-19 Rangstöður: 2-1 Þróttur (4-5-1): Sindri Snær Jensson 7 Kristján Ómar Björnsson 4 Dennis Danry 4 Dusan Ivkovic 4 Jón Ragnar Jónsson 3 Rafn Andri Haraldsson 5 Hallur Hallsson 3 (80., Morten Smidt -) Hafþór Ægir Vilhjálmsson 2 Haukur Páll Sigurðsson 4 (55., Andrés Vilhjálmsson 3) Oddur Ingi Guðmundssson 2 (65., Þórður Steinar Hreiðarsson 5) Samuel Andrew Malson 5 KR (4-3-3): Stefán Logi Magnússon 6 Skúli Jón Friðgeirsson 7 Grétar Sigurðarson 8 Mark Rutgers 7 Gunnar Kristjánsson 6 (49., Guðmundur Reynir Gunnarsson 7)Bjarni Guðjónsson 8 - Maður leiksins - Baldur Sigurðsson 7 Atli Jóhannsson 7 Gunnar Örn Jónsson 7 Björgólfur Takefusa 6 (71., Prince Rajcomar -) Óskar Örn Hauksson 4 (71., Guðmundur Benediktsson -) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira
KR-ingar unnu 5-1 stórsigur á Þrótturum á skelfilegum Valbjarnarvelli í kvöld og það var ekki hægt að sjá annað en að Þróttaraliðið sé á leiðinni niður í 1. deild eftir annað 1-5 tap liðsins í röð. KR-ingar voru í allt öðrum klassa í þessum leik og þeir Bjarni Guðjónsson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson gerðu vel í að fylla í skarð fyrirliðans Jónasar Guðna Sævarssonar sem er farinn í atvinnumennsku. Grétar tók við fyrirliðabandinu og Bjarni Guðjónsson tók stöðu hans á miðjunni og var besti maður vallarins. KR-ingar fóru í stórsókn frá fyrstu mínútu leiksins og það var fljótlega ljóst í hvað stefndi. Gunnar Örn Jónsson ógnaði ítrekað á hægri vængnum og oft var eins og skelfilegur leikvöllur reyndist KR-ingum erfiðari heldur en varnarmenn Þróttar. Fyrsta markið kom eftir 11 mínútna leik þegar Grétar Sigfinnur Sigurðarson skallaði inn hornspyrnu Óskars Arnar Haukssonar og fimm mínútum síðar björguðu Þróttarar öðrum skalla Grétars á marklínu. KR-ingar voru í stórsókn og nær allir á vallarhelmningi Þróttar þegar slæm sending Atla Jóhannssonar virkaði eins og frábær stungusending á hinn eldsnögga Samuel Malson sem fór einn upp allan völlinn og skoraði af öryggi. Markið stuðaði KR-ingar og í kjölfarið náðu Þróttarar ágætum kafla. Það entist þó ekki lengi og fljótlega tóku KR-ingar öll völd á nýjan leik. Rétt eftir að Atli Jóhannsson daðraði við að fá sitt annað gula spjald tókst honum að bæta fyrir mistökin frá því í jöfnunarmarkinu þegar hann fiskaði víti sem Björgólfur Takefusa nýtti af öryggi og kom KR í 2-1. Sex mínútum síðar lagði Atli upp annað mark nú fyrir Gunnar Örn Jónsson sem átti mjög góðan fyrri hálfleik og átti skilið að komast á blað. Atli komst upp að endamörkum og gaf lágan boltann út í teig framhjá sofandi varnarmönnum Þróttar þar sem Gunnar Örn lagði boltann í markið. Seinni hálfleikurinn var ekki eins fjörugur og lítið gerðist þar til að Guðmundur Benediktsson kom inn á sem varamaður og kveikti líf á ný í sóknarleik liðsins. Björgólfur Takefusa lét þó Sindra Snæ Jensson verja frá sér vítaspyrnu á 59. mínútu. Það var hinsvegar innkoma Guðmundar sem fékk KR-liðið til að skipta úr hlutlausum í fimmta gír og lokamínútur leiksins voru mjög fjörugar. KR-ingar fengu fullt af færum í kjölfarið og skoruðu tvö mörk. Það fyrra gerði Atli Jóhannsson eftir frábæra sendingu Guðmundar Benediktssonar og það síðarar skoraði Baldur eftir sendingu Guðmundar Reynis Gunnarssonar. Þróttur-KR 1-5 0-1 Grétar Sigfinnur Sigurðarson (11.) 1-1 Samuel Andrew Malson (19.) 1-2 Björgólfur Takefusa, víti (35.) 1-3 Gunnar Örn Jónsson (41.) 1-4 Atli Jóhannsson (79.) 1-5 Baldur Sigurðssin (82.) Valbjarnavöllur. Áhorfendur: 1174 Dómari: Jóhannes Valgeirsson (7) Skot (á mark): 9-22 (4-12) Varin skot: Sindri Snær 7 - Stefán Logi 3. Horn: 4-9 Aukaspyrnur fengnar: 8-19 Rangstöður: 2-1 Þróttur (4-5-1): Sindri Snær Jensson 7 Kristján Ómar Björnsson 4 Dennis Danry 4 Dusan Ivkovic 4 Jón Ragnar Jónsson 3 Rafn Andri Haraldsson 5 Hallur Hallsson 3 (80., Morten Smidt -) Hafþór Ægir Vilhjálmsson 2 Haukur Páll Sigurðsson 4 (55., Andrés Vilhjálmsson 3) Oddur Ingi Guðmundssson 2 (65., Þórður Steinar Hreiðarsson 5) Samuel Andrew Malson 5 KR (4-3-3): Stefán Logi Magnússon 6 Skúli Jón Friðgeirsson 7 Grétar Sigurðarson 8 Mark Rutgers 7 Gunnar Kristjánsson 6 (49., Guðmundur Reynir Gunnarsson 7)Bjarni Guðjónsson 8 - Maður leiksins - Baldur Sigurðsson 7 Atli Jóhannsson 7 Gunnar Örn Jónsson 7 Björgólfur Takefusa 6 (71., Prince Rajcomar -) Óskar Örn Hauksson 4 (71., Guðmundur Benediktsson -)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira