Íslenski boltinn

Atli Viðar: Kláruðum þetta sannfærandi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Atli Viðar Björnsson skoraði tvö mörk í dag.
Atli Viðar Björnsson skoraði tvö mörk í dag.

Atli Viðar Björnsson er markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar en hann skoraði tvö mörk fyrir Íslandsmeistara FH í dag þegar þeir unnu 4-1 útisigur á Fjölni.

„Þetta var fínn leikur og fínn sigur. Við vissum að þetta yrði erfitt. Fjölnir er með bakið upp við vegg og verður að fara að ná sér í stig. Sem betur fer tókum við samt öll stigin í dag og erum sáttir. Við vorum ákveðnir að ná sigri eftir tapið gegn KR," sagði Atli Viðar eftir leik.

„Það komu kaflar þar sem spilamennska okkar datt aðeins niður og tempóið var ekki nægilega gott. Í hálfleik töluðum við um að hleypa þeim ekki inn í leikinn en svo fáum við strax á okkur mark. En eftir það kláruðum við leikinn sannfærandi."

Atli Viðar nálgast gullskóinn eftir mörkin tvö í dag. „Ég setti allavega tvö í dag en hugsa ekkert út í það hvort ég sé að nálgast einhvern skó. Meðan mörkin eru að koma inn þá er ég örugglega að gera eitthvað rétt," sagði Atli sem lék með Fjölnisliðinu sumarið 2007.

„Það er aðeins öðruvísi fyrir mig að leika gegn Fjölni en öðrum liðum að því leyti að ég á fleiri félaga í þessu liði. Annars er þetta eins og hver annar leikur, barátta á vellinum en svo eru allir vinir."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×