Erlent

Bretar draga úr hraðanum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Telegraph/SWNS

Hraðatakmarkanir á svokölluðum A-vegum í Bretlandi verða brátt færðar niður í 75 kílómetra hraða á klukkustund en það er þáttur í þeirri viðleitni Breta að fækka banaslysum í umferðinni um þriðjung. A-vegir eru þjóðvegir sem liggja milli þéttbýlissvæða í Bretlandi. Markmið þarlendra yfirvalda er að bjarga 10.000 mannslífum á vegum landsins næsta áratuginn og er meðal annars á dagskrá að gefa út sérstök kort sem sýna hvar banaslys hafa verið tíð í umferðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×