New York Yankees varð í nótt bandarískur hafnaboltameistari eftir sigur á Philadelphia Phillies í úrslitarimmu liðanna, 4-2.
Yankees vann leikinn í nótt nokkuð örugglega, 7-3. Hideki Matsui fór á kostum í leiknum og varð fyrsti Japaninn frá upphafi sem var valinn besti leikmaður úrslitarimmunnar.
Phillies vann fyrsta leikinn í rimmu liðanna en þá komu þrír sigrar í röð hjá Yankees. Phillies náði svo að svara aftur fyrir sig en það dugði skammt á endanum.
Yankees er langsigursælasta lið í sögu íþróttarinnar í Bandaríkjunum. St Louis Cardinals hefur unnið meistaratitilinn næstoftast eða tíu sinnum.