Innlent

Vatn komið á í Stykkishólmi

Frá Stykkishólmi.
Frá Stykkishólmi.
Vatn rennur nú að nýju í vatnsveitu Stykkishólms. Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur kemur fram að mestur hluti bæjarins hafi vatn, en búast má við truflunum fram eftir degi. Vatnið fór af í gær þegar unnið var að viðgerð á aðveituæðinni frá vatnsbóli veitunnar í Svelgsárhrauni, um 13 kílómetrum frá bænum. Mun lengri tíma tók að ná upp þrýstingi en ætlað hafði verið og hefur verið unnið að viðgerð í alla nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×