Innlent

Hefur sóað kröftum og lífi hersveita

Hamid Karzai mun ekki takast að hemja spillingu í Afganistan. Ríkisstjórn hans hefur sóað kröftum og lífi hersveita bandalagsríkjanna undanfarin ár og mistekist að koma á fót stofnunum sem geta sinnt þörfum afgönsku þjóðarinnar.

Þetta sagði Abdullah Adullah, fyrrverandi utanríkisráðherra landsins, í gær eftir að tilkynnt var að hætt hefði verið við seinni umferð forsetakosninganna í landinu. Kjósa átti milli Karzais og Abdullahs, sem hlutu flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna.

Abdullah segir að með þeirri ólögmætu ákvörðun að lýsa Karzai réttkjörinn forseta hafi verið settur viðeigandi endapunktur á ferli sem hefði verið löglaust frá upphafi til enda. Fimm breskir hermenn féllu í Helmand-héraði í fyrradag þegar afganskur lögreglumaður skaut á breska hersveit.- pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×