Innlent

Fjórðungur beitti útstrikunum

Mynd/GVA

Allt að 25 prósent kjósenda einstakra framboða strikuðu yfir nöfn frambjóðenda á atkvæðaseðlum í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum á laugardag.

Hlutfall útstrikana var svipað hjá Sjálfstæðisflokknum og VG en lægra hjá Samfylkingunni þar sem um 2.000 útstrikanir voru. Í dag kemur í ljós hvort útstrikanirnar hafi áhrif á röðun frambjóðenda á listum.

Í Reykjavík norður beittu um fjórtán prósent kjósenda útstrikunum. Flestir strikuðu yfir frambjóðendur á lista Samfylkingarinnar en einnig hjá Sjálfstæðisflokknum og Borgarahreyfingunni. Svo til engar útstrikanir voru á lista framsóknarmanna.

Á hádegi í dag liggur fyrir hvort útstrikanirnar hafi áhrif á röð frambjóðenda.

Í dag kemur líka í ljós hvort útstrikanir hafi áhrif í Norðausturkjördæmi og Suðvesturkjördæmi en þegar er ljóst að engar breytingar verða í Norðvesturkjördæmi og að Árni Johnsen færist niður um sæti á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. - kóþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×