Enski boltinn

Enska úrvalsdeildin: Úrslit og markaskorarar

Ómar Þorgeirsson skrifar
Bobby Zamora fagnar opnunarmarki sínu gegn Liverpool í dag.
Bobby Zamora fagnar opnunarmarki sínu gegn Liverpool í dag. Nordic photos/AFP

Liverpool varð fyrir áfalli í toppbaráttu deildarinnar þegar liðið tapaði 3-1 gegn Fulham í skrautlegum leik þar sem tveir leikmenn Liverpool, Philipp Degen og Jamie Carragher, fengu að líta rautt spjald í síðari háfleik.

Chelsea styrkti hins vegar stöðu sína á toppnum með 0-4 sigri gegn Bolton sem missti Jlloyd Samuel útaf með rautt spjald í lok fyrri hálfleiks.

Grétar Rafn Steinsson var á varamannabekk Bolton og kom ekkert við sögu í leiknum.

Þá opnuðust loks flóðgáttir hjá Portsmouth sem vann 4-0 sigur gegn Wigan. Hermann Hreiðarsson var ekki í leikmannahópi Portsmouth vegna meiðsla.

Dagar knattspyrnustjórans Phil Brown hjá Hull virðast hins vegar senn taldir eftir 2-0 tap gegn Burnley í dag en Jóhannes Karl Guðjónsson sat á varamannabekk Burnley allan leikinn.

Úrslit dagsins:

Arsenal-Tottenham 3-0

1-0 Robin van Persie (42.), 2-0 Cesc Fabregas (43.), 3-0 van Persie (60.).

Bolton-Chelsea 0-4

0-1 Frank Lampard (45.), 0-2 Deco (61.), 0-3 sjálfsmark (83.), 0-4 Didier Drogba (90.).

Burnley-Hull 2-0

1-0 Graham Alexander (20.), 2-0 Alexander (77.).

Everton-Aston Villa 1-1

1-0 Diniyar Bilyaletdinov (45.), 1-1 John Carew (47.)

Fulham-Liverpool 3-1

1-0 Bobby Zamora (24.), 1-1 Fernando Torres (42.), 2-1 Erik Nevland (73.), 3-1 Clint Dempsey (87.)

Portsmouth-Wigan 4-0

1-0 Aruna Dindane (35.), 2-0 Frederic Piquionne (45.), 3-0 Dindane (64.), 4-0 Dindane (90.)

Stoke-Wolves 2-2

1-0 sjálfsmark (17.), 2-0 Matthew Etherington (44.), 2-1 Jody Craddock (47.), 2-2 Craddock (64.)

Sunderland-West Ham 2-2

0-1 Guillermo Franco (30.), 0-2 Carlton Cole (36.), 1-2 Andy Reid (39.), 2-2 Kieran Richardson (76.)

Manchester United-Blackburn 2-0

1-0 Dimitar Berbatov (55.), 2-0 Wayne Rooney (86.).










Fleiri fréttir

Sjá meira


×