Enski boltinn

Robinho: Ég ber virðingu fyrir Hughes

AFP

Brasilíumaðurinn Robinho vísar því alfarið á bug að hann hafi átt í deilum við Mark Hughes knattspyrnustjóra eða nokkurn annan mann í herbúðum Manchester City.

Bresku blöðin voru fljót að semja hryllingssögur af ólgu í herbúðum City þegar Brasilíumaðurinn stakk af frá liðinu þar sem það var í æfingabúðum og fór til heimalands síns.

Robinho hefur nú borið þessar hrakspár á bak aftur og segir allt í himnalagi.

"Mér líður vel í Manchester og hef eignast þar marga góða vini síðan ég kom til liðsins. Ég dái stuðningsmenn liðsins sem elska fótbolta og sýna félaginu og leikmönnum þess hollustu. Ég hlakka til að skora eins mörg mörk og ég get til að koma okkur á næsta stig. Ég hef átt gott samband við Mark Hughes og virði allar ákvarðanir hans. Hann er stjórinn," sagði Robinho á heimasíðu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×