Ómanneskjulegt álag á lögreglumenn 22. janúar 2009 08:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur notið aðstoðar starfsfélaga sinna frá lögregluliðum á nágrannasvæðunum. Þá hefur sérsveit Ríkislögreglustjóra einnig staðið vaktina. Þeir lögreglumenn sem stóðu vaktina lengst við Alþingishúsið í fyrradag og aðfaranótt miðvikudagsins voru að í allt að tuttugu klukkustundir, að sögn Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er ómanneskjulegt álag. En við höfum það hlutverk að standa þarna og sinna okkar störfum,“ segir lögreglustjóri. „Við reynum að þjálfa okkar mannskap þannig að hann sé undir þetta búinn. Við reyndum að hvíla menn eftir föngum, þannig að enginn væri allan tímann í fremstu línu. Við eigum ekki að þurfa að fara yfir tólf til fjórtán tíma vaktir.“ Spurður um aðstoð við lögreglumenn eftir að þeir hafa staðið vaktina við aðstæður eins og undanfarna daga segir Stefán það einn stærsta þáttinn í stjórnun í mannfjöldastjórnunarhópi að stjórnandinn og mennirnir í hópnum hafi til að bera þann styrk og þá sjálfstjórn sem til þurfi hverju sinni. „Ef eitthvað óvenjulegt gerist þá er unnið á því eftir á,“ útskýrir Stefán. „En það er hluti af þjálfun þessara lögreglumanna að þeir missi ekki stjórn á sér, fari ekki fram úr sjálfum sér og fylgi skýrt þeirri línu sem mörkuð hefur verið og hlýði þeim fyrirmælum sem gefin eru um valdbeitingu og annað.“ Stefán segir að eftir störf við erfiðar aðstæður séu bæði fyrir hendi hefðbundin áfallahjálp og félagastuðningur við lögreglumenn. „Menn draga lærdóm af hverju verkefni og laga það sem betur má fara. Það er einn liðurinn af mörgum í þessu starfi að vinna úr þessari erfiðu reynslu fyrir hvern og einn lögreglumann.“ Spurður um hvort einhverjar ráðstafanir séu fyrir hendi hjá lögreglu fari starfsaðstæður versnandi á næstu dögum vegna stöðunnar í samfélaginu segir Stefán svo vera. „Það er ljóst að þetta kallar á aðstoð frá öðrum lögregluliðum. Það er okkar helsta úrræði. Þá gerum við breytingar á verkefnum lögreglumanna og færum til hliðar verk sem mega bíða. Hið góða við lögregluliðin í landinu er að þau vinna sem ein heild. Því eru allir boðnir og búnir til að senda fólk til aðstoðar þar sem er aflögufært.“ Stefán segir ekki vera til umræðu nú að auka búnað lögreglunnar.- jss Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Þeir lögreglumenn sem stóðu vaktina lengst við Alþingishúsið í fyrradag og aðfaranótt miðvikudagsins voru að í allt að tuttugu klukkustundir, að sögn Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er ómanneskjulegt álag. En við höfum það hlutverk að standa þarna og sinna okkar störfum,“ segir lögreglustjóri. „Við reynum að þjálfa okkar mannskap þannig að hann sé undir þetta búinn. Við reyndum að hvíla menn eftir föngum, þannig að enginn væri allan tímann í fremstu línu. Við eigum ekki að þurfa að fara yfir tólf til fjórtán tíma vaktir.“ Spurður um aðstoð við lögreglumenn eftir að þeir hafa staðið vaktina við aðstæður eins og undanfarna daga segir Stefán það einn stærsta þáttinn í stjórnun í mannfjöldastjórnunarhópi að stjórnandinn og mennirnir í hópnum hafi til að bera þann styrk og þá sjálfstjórn sem til þurfi hverju sinni. „Ef eitthvað óvenjulegt gerist þá er unnið á því eftir á,“ útskýrir Stefán. „En það er hluti af þjálfun þessara lögreglumanna að þeir missi ekki stjórn á sér, fari ekki fram úr sjálfum sér og fylgi skýrt þeirri línu sem mörkuð hefur verið og hlýði þeim fyrirmælum sem gefin eru um valdbeitingu og annað.“ Stefán segir að eftir störf við erfiðar aðstæður séu bæði fyrir hendi hefðbundin áfallahjálp og félagastuðningur við lögreglumenn. „Menn draga lærdóm af hverju verkefni og laga það sem betur má fara. Það er einn liðurinn af mörgum í þessu starfi að vinna úr þessari erfiðu reynslu fyrir hvern og einn lögreglumann.“ Spurður um hvort einhverjar ráðstafanir séu fyrir hendi hjá lögreglu fari starfsaðstæður versnandi á næstu dögum vegna stöðunnar í samfélaginu segir Stefán svo vera. „Það er ljóst að þetta kallar á aðstoð frá öðrum lögregluliðum. Það er okkar helsta úrræði. Þá gerum við breytingar á verkefnum lögreglumanna og færum til hliðar verk sem mega bíða. Hið góða við lögregluliðin í landinu er að þau vinna sem ein heild. Því eru allir boðnir og búnir til að senda fólk til aðstoðar þar sem er aflögufært.“ Stefán segir ekki vera til umræðu nú að auka búnað lögreglunnar.- jss
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira