Enski boltinn

Appiah æfir með Tottenham

Elvar Geir Magnússon skrifar
Appiah er hér til hægri.
Appiah er hér til hægri.

Stephen Appiah æfir nú með Tottenham og vonast til að heilla Harry Redknapp og fá samning hjá félaginu. Þessi hæfileikaríki leikmaður frá Gana hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Fenerbahce í ágúst.

Redknapp reyndi að fá Appiah til Portsmouth þegar hann starfaði á Fratton Park. Þessi 26 ára miðjumaður hefur verið orðaður við mörg félög en samkvæmt Sky mun hann æfa næstu vikuna með Spurs.

Reiknað er með að fleiri félög muni reyna að fá Appiah í janúar en þar hafa Juventus á Ítalíu og Schalke í Þýskalandi verið nefnd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×