Enski boltinn

Hughes nýtur enn trausts

NordicPhotos/GettyImages

Knattspyrnustjórinn Mark Hughes hefur fengið aðra stuðningsyfirlýsingu frá forráðamönnum Manchester City eftir að liðið hrundi úr leik í bikarnum 3-0 fyrir Nottingham Forest.

Framkvæmdastjóri félagsins sagði í samtali við Sun að Hughes spilaði stórt hlutverk í framtíðaráformum félagsins.

Nú horfa margir til City og reikna með að félagið verði afkastamesti klúbburinn á Englandi í félagaskiptaglugganum í janúar.

City hefur þegar verið orðað við menn eins og Roque Santa Cruz hjá Blackburn, Kolo Toure hjá Arsenal og Scott Parker hjá West Ham.

The Sun segir að Hughes geti fengið 100 milljónir punda í leikmannakaup og laun til leikmanna í janúarglugganum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×