Enski boltinn

Blackburn áfram án glæsibrags

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sam Allardyce, stjóri Blackburn.
Sam Allardyce, stjóri Blackburn.

Blackburn Rovers er komið áfram í fjórðu umferð ensku FA bikarkeppninnar. Blackburn vann utandeildarliðið Blyth Spartans 1-0 á útivelli í kvöld.

Blackburn heimsækir Sunderland í næstu umferð keppninnar. Eina mark leiksins í kvöld skoraði Carlos Villanueva beint úr aukaspyrnu í síðari hálfleik.

Blyth Spartans pakkaði í vörn og gekk Blackburn illa að brjóta heimamenn á bak aftur. Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Blackburn, hvíldi marga leikmenn í leiknum og leyfði minni spámönnum að sanna sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×