Enski boltinn

Bridge: Þetta tekur tíma

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bridge var kynntur fyrir stuðningsmönnum um helgina.
Bridge var kynntur fyrir stuðningsmönnum um helgina.

Wayne Bridge hefur sagt stuðningsmönnum Manchester City að sýna þolinmæði, það gæti tekið tíma að gera félagið sigursælt. Bridge var keyptur til City frá Chelsea á föstudag.

„Ég er mjög hrifinn af markmiðum félagsins og hvert það stefnir. Augljóslega mun þetta verkefni taka tíma en við stefnum í rétta átt og ef við höldum því áfram eigum við eftir að afreka margt," sagði Bridge.

Þrátt fyrir að stefna hátt hefur allt gengið á afturfótunum hjá City á leiktíðinni. Liðið er í fallbaráttu í úrvalsdeildinni og úr leik í bikarnum eftir vandræðalegt tap gegn Nottingham Forest um helgina.

Bridge trúir þó því að Mark Hughes sé rétti maðurinn til að rétta skútuna við. „Ég þekki hann nokkuð vel ogþegar ég ræddi við hann þá talaði hann mjög jákvætt. Hann segist hafa mikla trú á mér og það gefur mér sjálfstraust," sagði Bridge sem er líklega aðeins sá fyrsti af mörgum sem mun ganga til liðs við City í þessum mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×