Enski boltinn

Hermann fer væntanlega frá Portsmouth

NordicPhotos/GettyImages

Hermann Hreiðarsson mun að öllum líkindum fara frá enska úrvalsdeildarfélaginu Portsmouth í janúarglugganum. Þetta staðfesti umboðsmaður hans Ólafur Garðarsson í samtali við Sky í gær.

Hermann hefur ekki átt fast sæti í liði Portsmouth í vetur og samningur hans rennur út í sumar. Hann hefur verið orðaður við nokkur úrvalsdeildarfélög, Rangers í Skotlandi og svo Ipswich, Reading og Charlton í B-deildinni ensku.

"Ég á von á því að Hermann fari frá Portsmouth í janúarglugganum. Hann á sex mánuði eftir af samningi sínum og ég á ekki von á að hann framlengi við Portsmouth. Hann er nú með nokkra möguleika uppi á borðinu þar sem nokkur félög í úrvalsdeild og B-deild hafa sýnt honum áhuga. Við vonum að þetta komi allt í ljós í næstu viku," sagði Ólafur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×