Enski boltinn

Burnley lagði toppliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Burnley fagna marki.
Leikmenn Burnley fagna marki. Nordic Photos / Getty Images
Burnley vann í dag góðan sigur á toppliði Wolves í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Jóhannes Karl Guðjónsson var á meðal varamanna Burnley í dag og kom ekkert við sögu í leiknum.

Það var Chris McCann sem skoraði eina mark leiksins strax á sjöttu mínútu.

Wolves er þó enn á toppi deildarinnar með 63 stig eftir 33 leiki, þremur stigum á undan Birmingham sem á þó leik til góða.

Burnley er nú í áttunda sæti deildarinnar með 50 stig og er aðeins þremur stigum á eftir Preston sem er í fjórða sæti deildarinnar. Burnley á þar að auki leik til góða.

Úrslit dagsins:

Birmingham - Nottingham 2-0

Bristol City - Southampton 2-0

Burnley - Wolves 1-0

Charlton - Plymouth 2-0

Doncaster - Sheffield Wednesday 1-0

Ipswich - Blackpool 1-1

Preston - Norwich 1-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×