Enski boltinn

Hermann skoraði í öðrum leiknum í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann fagnar marki sínu í dag.
Hermann fagnar marki sínu í dag. Nordic Photos / Getty Images
Hermann Hreiðarsson skoraði síðara mark sinna manna í Portsmouth í 2-0 sigri á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta var eini leikur dagsins þetta var frestaður leikur úr 21. umferð deildarinnar.

Leikurinn var markalaus í 70 mínútur þar til að Glen Johnson kom Portsmouth yfir eftir góða rispu á hægri kantinum. Shay Given varði fyrst frá honum en Johnson náði frákastinu og skoraði.

Fimm mínútum síðar var svo komið að hinum bakverðinum í Portsmouth, landsliðsfyrirliðanum Hermanni Hreiðarssyni. Hann skoraði einkar laglegt mark með föstum skalla. Given átti ekki möguleika.

Með sigrinum færðist Portsmouth upp í fimmtán stæi deildarinnar en Manchester City er enn í því níunda með 31 stig. Portsmouth er með 27 stig.

David James lékk sinn 536. úrvalsdeildarleik í dag sem er met. Hann hélt upp á það með því að halda hreinu og er það í fyrsta sinn síðustu tólf leikjum liðsins sem hann gerir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×