Enski boltinn

Defoe fer í læknisskoðun hjá Tottenham í dag

NordicPhotos/GettyImages

Portsmouth og Tottenham virðast hafa náð samkomulagi á kaupum síðarnefnda félagsins á framherjanum Jermain Defoe eftir því sem fram kemur á Sky.

Sagt er að Defoe gangist undir læknisskoðun hjá Tottenham í dag og verði jafnvel orðinn leikmaður Tottenham á ný þegar liðið leikur við Burnley í fyrri viðureign liðanna í deildabikarnum í kvöld.

Verðmiðinn á Defoe er sagður í kring um 15 milljónir punda, en hann fór til Portsmouth frá Tottenham fyrir ári síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×