Umfjöllun: Fjölnir sótti dýrmætt stig í Árbæinn 22. ágúst 2009 15:43 Úr leik Fylkis og Fjölnis frá síðasta tímabili. Mynd/Stefán Fjölnismenn halda enn í vonina um að bjarga sæti sínu í Pepsi-deild karla en liðið gerði í dag 2-2 jafntefli við Fylki í Árbænum. Leikurinn byrjaði heldur rólega. Hvorugt lið gerði sig líklegt til að skora þegar að heimamenn komust í sókn. Jóhann Þórhallsson átti sendingu fyrir markið og náði Albert Brynjar Ingason að eiga skot að marki á nærstöng. Ágúst Þór Gylfason varði boltann með höndinni og var umsvifalaust dæmt víti. Ágúst Þór, sem var að leika sinn fyrsta leik með Fjölni í sumar en hann er aðstoðarþjálfari liðsins, fékk einnig að líta gult. Því var ekki mótmælt né heldur vítaspyrnudóminum. Albert skoraði af öryggi úr vítinu. En eftir þetta vöknuðu gestirnir til lífsins og fengu mýgrút færa til að jafna metin, meðal annars skalla í slá auk þess sem Halldór Arnar Hilmisson varði á marklínu. En staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Fjölni. Bæði lið byrjuðu síðari hálfleik ágætlega en á 62. mínútu dró til tíðinda. Gunnar Már Guðmundsson átti sendingu fyrir markið sem Fylkismaðurinn Ingimundur Níels Óskarsson, fyrrum leikmaður Fjölnis, stýrði í eigið mark. Fylkismenn hresstust nokkuð eftir þetta og áttu nokkur ágæt færi. Liðið náði að leika ágætlega á þeim kafla en það var annars fátt um fína drætti hjá liðinu í dag. Síðara markið skoraði Einar Pétursson með skalla eftir fyrirgjöf Ólafs Inga Stígssonar úr aukaspyrnu. Svo virtist sem að það ætlaði að verða sigurmark leiksins en Illugi skoraði jöfnunarmarkið með glæsilegu skoti utan vítateigs eftir að Gunnar Már lagði boltann fyrir hann. Fjölnismenn spiluðu betur en oft áður í sumar og voru einkar duglegir að skapa sér færi. En þeir voru einkar klaufalegir í vítateig andstæðingsins og þurfti sjálfsmark og glæsimark með skoti utan teigs til að skila liðinu mörkum í dag. Útlitið er þó dökkt fyrir Fjölnismenn enda liðið enn í fallsæti og liðin næst fyrir ofan í töflunni eiga leiki til góða. Fylkir féll aftur niður í þriðja sætið þar sem KR vann í Keflavík auk þess sem KR-ingar eiga leik til góða.Fylkir - Fjölnir 2-2 1-0 Albert Brynjar Ingason (19.) 1-1 Ingimundur Níels Óskarsson, sjálfsmark (62.) 2-1 Einar Pétursson (84.) 2-2 Illugi Þór Gunnarsson (90.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 947 Dómari: Örvar Sær Gíslason (7)Skot (á mark): 8-13 (5-8)Varin skot: Ólafur 4 - Þórður 3.Horn: 2-3Aukaspyrnur fengnar: 11-12Rangstöður: 4-5 Fylkir (4-4-2): Ólafur Þór Gunnarsson 7 Þórir Hannesson 6 Kristján Valdimarsson 6 Einar Pétursson 7 Kjartan Ágúst Breiðdal 5 Ingimundur Níels Óskarsson 4 Ólafur Ingi Stígsson 6 Halldór Arnar Hilmisson 4 Theódór Óskarsson 3 (76. Davíð Þór Ásbjörnsson -) Albert Ingason 5 (82. Pape Mamadou Faye -) Jóhann Þórhallsson 5 (71. Kjartan Andri Baldvinsson -) Fjölnir (4-5-1): Þórður Ingason 7 Gunnar Valur Gunnarsson 7 (88. Andri Valur Ívarsson -) Ásgeir Aron Ásgeirsson 7 Ágúst Þór Gylfason 7 (88. Ólafur Páll Johnson -) Marinko Skaricic 6 Kristinn Freyr Sigurðsson 5 Illugi Þór Gunnarsson 7Gunnar Már Guðmundsson 8 - maður leiksins Magnús Ingi Einarsson 6 Tómas Leifsson 5 (79. Olgeir Óskarsson -) Jónas Grani Garðarsson 7 Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni. Smelltu hér til að lesa lýsingu leiksins: Fylkir - Fjölnir. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Fjölnismenn halda enn í vonina um að bjarga sæti sínu í Pepsi-deild karla en liðið gerði í dag 2-2 jafntefli við Fylki í Árbænum. Leikurinn byrjaði heldur rólega. Hvorugt lið gerði sig líklegt til að skora þegar að heimamenn komust í sókn. Jóhann Þórhallsson átti sendingu fyrir markið og náði Albert Brynjar Ingason að eiga skot að marki á nærstöng. Ágúst Þór Gylfason varði boltann með höndinni og var umsvifalaust dæmt víti. Ágúst Þór, sem var að leika sinn fyrsta leik með Fjölni í sumar en hann er aðstoðarþjálfari liðsins, fékk einnig að líta gult. Því var ekki mótmælt né heldur vítaspyrnudóminum. Albert skoraði af öryggi úr vítinu. En eftir þetta vöknuðu gestirnir til lífsins og fengu mýgrút færa til að jafna metin, meðal annars skalla í slá auk þess sem Halldór Arnar Hilmisson varði á marklínu. En staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Fjölni. Bæði lið byrjuðu síðari hálfleik ágætlega en á 62. mínútu dró til tíðinda. Gunnar Már Guðmundsson átti sendingu fyrir markið sem Fylkismaðurinn Ingimundur Níels Óskarsson, fyrrum leikmaður Fjölnis, stýrði í eigið mark. Fylkismenn hresstust nokkuð eftir þetta og áttu nokkur ágæt færi. Liðið náði að leika ágætlega á þeim kafla en það var annars fátt um fína drætti hjá liðinu í dag. Síðara markið skoraði Einar Pétursson með skalla eftir fyrirgjöf Ólafs Inga Stígssonar úr aukaspyrnu. Svo virtist sem að það ætlaði að verða sigurmark leiksins en Illugi skoraði jöfnunarmarkið með glæsilegu skoti utan vítateigs eftir að Gunnar Már lagði boltann fyrir hann. Fjölnismenn spiluðu betur en oft áður í sumar og voru einkar duglegir að skapa sér færi. En þeir voru einkar klaufalegir í vítateig andstæðingsins og þurfti sjálfsmark og glæsimark með skoti utan teigs til að skila liðinu mörkum í dag. Útlitið er þó dökkt fyrir Fjölnismenn enda liðið enn í fallsæti og liðin næst fyrir ofan í töflunni eiga leiki til góða. Fylkir féll aftur niður í þriðja sætið þar sem KR vann í Keflavík auk þess sem KR-ingar eiga leik til góða.Fylkir - Fjölnir 2-2 1-0 Albert Brynjar Ingason (19.) 1-1 Ingimundur Níels Óskarsson, sjálfsmark (62.) 2-1 Einar Pétursson (84.) 2-2 Illugi Þór Gunnarsson (90.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 947 Dómari: Örvar Sær Gíslason (7)Skot (á mark): 8-13 (5-8)Varin skot: Ólafur 4 - Þórður 3.Horn: 2-3Aukaspyrnur fengnar: 11-12Rangstöður: 4-5 Fylkir (4-4-2): Ólafur Þór Gunnarsson 7 Þórir Hannesson 6 Kristján Valdimarsson 6 Einar Pétursson 7 Kjartan Ágúst Breiðdal 5 Ingimundur Níels Óskarsson 4 Ólafur Ingi Stígsson 6 Halldór Arnar Hilmisson 4 Theódór Óskarsson 3 (76. Davíð Þór Ásbjörnsson -) Albert Ingason 5 (82. Pape Mamadou Faye -) Jóhann Þórhallsson 5 (71. Kjartan Andri Baldvinsson -) Fjölnir (4-5-1): Þórður Ingason 7 Gunnar Valur Gunnarsson 7 (88. Andri Valur Ívarsson -) Ásgeir Aron Ásgeirsson 7 Ágúst Þór Gylfason 7 (88. Ólafur Páll Johnson -) Marinko Skaricic 6 Kristinn Freyr Sigurðsson 5 Illugi Þór Gunnarsson 7Gunnar Már Guðmundsson 8 - maður leiksins Magnús Ingi Einarsson 6 Tómas Leifsson 5 (79. Olgeir Óskarsson -) Jónas Grani Garðarsson 7 Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni. Smelltu hér til að lesa lýsingu leiksins: Fylkir - Fjölnir.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti