Óli Stefán: Erum ekkert að spá í fallinu lengur Smári Jökull Jónsson skrifar 22. ágúst 2009 18:25 Óli Stefán Flóventsson. Grindvíkingar unnu öruggan 3-0 sigur gegn Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika í dag. Sigurinn var sanngjarn og Grindvíkingar, sem eru taplausir í síðari umferðinni, fjarlægjast óðum fallsætin. "Ef maður er ekki sáttur við þetta þá er maður aldrei sáttur. Ég veit ekki hvað er langt síðan ég hef komið hingað og náð í stig, þannig að þetta var frábært," sagði Óli Stefán Flóventsson sem átti fínan leik í vörn Grindvíkinga í dag. Eins og flestir vita þá greindist hluti af hóp Grindavíkur með svínaflensu og fresta þurfti tveimur leikjum af þeim sökum. Óli sagði menn ekki haft hugann við það. "Nei það er bara að baki. Við ákváðum á fundi í gær að við ræðum ekkert um það meira. Það er að baki og við ætlum að einbeita okkur að fótboltanum. Nú er bara bein leið áfram. Við erum taplausir í seinni umferð og það mót erum við að vinna og höldum áfram að keppa í því," bætti Óli Stefán við. Töluverðar breytingar voru gerðar á liði Grindavíkur frá því í síðasta leik og mátti sjá leikmenn í stöðum sem þeir eru ekki endilega vanir að spila. "Ég átti von á að það yrði meira vandamál að breyta þessu hjá okkur. Orri kom og spilaði eins og hann hefði aldrei gert annað en að spila hafsent, frábær leikur hjá honum. Við héldum hreinu í fyrsta skipti í langan tíma sem er afrek líka hjá okkur." "Þjálfararnir okkar voru búnir að kortleggja FH vel. Við höfum notað þennan litla tíma sem við höfðum til að vinna í færslum í vörninni og ég gat ekki séð betur en að það hafi heppnast fullkomlega í dag. Síðan þegar þú ert með leikmenn eins og Scotty, Ondo og Tor Erik í liðinu þá er alltaf möguleiki á að skora og þá er það bara hinna að gjöra svo vel að halda hreinu," sagði Óli Stefán. Grindvíkingar eru komnir í þægilega fjarlægð frá fallsætunum, eru með 21 stig og eru nú 9 stigum frá Fjölnismönnum sem sitja í 11.sætinu. "Veistu það, ef ég á að segja alveg eins og er þá erum við ekkert að spá í fallinu lengur. Eins og ég sagði áðan þá erum við að keppa í Íslandsmótinu í seinni umferðinni og erum á toppnum þar. Við ætlum að vinna það mót og á meðan við vinnum leiki þá getum við ekki kvartað. Nú er það bara aðeins að anda og svo er hörkuleikur gegn Fram á miðvikudag. Við höfum ekkert efni á að fagna þessu í marga daga," sagði Óli Stefán Flóventsson að lokum í samtali við Vísi. Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Grindvíkingar unnu öruggan 3-0 sigur gegn Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika í dag. Sigurinn var sanngjarn og Grindvíkingar, sem eru taplausir í síðari umferðinni, fjarlægjast óðum fallsætin. "Ef maður er ekki sáttur við þetta þá er maður aldrei sáttur. Ég veit ekki hvað er langt síðan ég hef komið hingað og náð í stig, þannig að þetta var frábært," sagði Óli Stefán Flóventsson sem átti fínan leik í vörn Grindvíkinga í dag. Eins og flestir vita þá greindist hluti af hóp Grindavíkur með svínaflensu og fresta þurfti tveimur leikjum af þeim sökum. Óli sagði menn ekki haft hugann við það. "Nei það er bara að baki. Við ákváðum á fundi í gær að við ræðum ekkert um það meira. Það er að baki og við ætlum að einbeita okkur að fótboltanum. Nú er bara bein leið áfram. Við erum taplausir í seinni umferð og það mót erum við að vinna og höldum áfram að keppa í því," bætti Óli Stefán við. Töluverðar breytingar voru gerðar á liði Grindavíkur frá því í síðasta leik og mátti sjá leikmenn í stöðum sem þeir eru ekki endilega vanir að spila. "Ég átti von á að það yrði meira vandamál að breyta þessu hjá okkur. Orri kom og spilaði eins og hann hefði aldrei gert annað en að spila hafsent, frábær leikur hjá honum. Við héldum hreinu í fyrsta skipti í langan tíma sem er afrek líka hjá okkur." "Þjálfararnir okkar voru búnir að kortleggja FH vel. Við höfum notað þennan litla tíma sem við höfðum til að vinna í færslum í vörninni og ég gat ekki séð betur en að það hafi heppnast fullkomlega í dag. Síðan þegar þú ert með leikmenn eins og Scotty, Ondo og Tor Erik í liðinu þá er alltaf möguleiki á að skora og þá er það bara hinna að gjöra svo vel að halda hreinu," sagði Óli Stefán. Grindvíkingar eru komnir í þægilega fjarlægð frá fallsætunum, eru með 21 stig og eru nú 9 stigum frá Fjölnismönnum sem sitja í 11.sætinu. "Veistu það, ef ég á að segja alveg eins og er þá erum við ekkert að spá í fallinu lengur. Eins og ég sagði áðan þá erum við að keppa í Íslandsmótinu í seinni umferðinni og erum á toppnum þar. Við ætlum að vinna það mót og á meðan við vinnum leiki þá getum við ekki kvartað. Nú er það bara aðeins að anda og svo er hörkuleikur gegn Fram á miðvikudag. Við höfum ekkert efni á að fagna þessu í marga daga," sagði Óli Stefán Flóventsson að lokum í samtali við Vísi.
Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti