Íslenski boltinn

Umfjöllun: Vonbrigði í Vesturbænum

Smári Jökull Jónsson skrifar
KR-ingarnir Atli Jóhannsson og Jónas Guðni Sævarsson fagna marki.
KR-ingarnir Atli Jóhannsson og Jónas Guðni Sævarsson fagna marki. Mynd/Daníel

Það voru kjöraðstæður í Vesturbænum þegar KR og Þróttur mættust í Pepsi-deild karla. Leikurinn sjálfur var hins vegar afar líflaus og niðurstaðan markalaust jafntefli sem eru vonbrigði fyrir KR en að sama skapi fín úrslit fyrir Þróttara.

KR var með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar en Þróttarar komu inn í leikinn án stiga og með sjálfstraustið í lágmarki eftir 6-0 tap gegn Stjörnunni í síðasta leik.

Það var greinilegt að Þróttarar ætluðu sér að leggja alla áherslu á að halda hreinu og spiluðu þeir þéttan varnarleik frá fyrstu mínútu. KR var mun meira með boltann en gekk illa að skapa sér marktækifæri. Prince Rajcomar fékk besta færi fyrri hálfleiks þegar hann slapp í gegnum vörn Þróttar eftir frábæra sendingu Atla Jóhannssonar en Sindri Snær Jensson í marki Þróttar varði vel. Sindri kom inn í byrjunarliðið fyrir þennan leik og átti góðan leik í markinu.

Síðari hálfleikur þróaðist á svipaðan hátt og sá fyrri. KR liðið var sterkari aðilinn en spil þeirra gekk ekki vel og marktækifærin voru af skornum skammti. Þróttarar börðust af krafti og höfðu greinilega lagt mikla vinnu í að þétta varnarleik sinn. KR ógnaði nokkrum sinnum, sérstaklega eftir hornspyrnur, en sköpuðu sér engin hættuleg tækifæri.

Innkoma Guðmundar Benediktssonar, um miðjan hálfleikinn, blés stuðningsmönnum liðsins byr í brjóst en hann komst lítið í takt við leikinn og á endanum varð niðurstaðan markalaust jafntefli, sem eru vonbrigði fyrir KR en að sama skapi ánægjuleg úrslit fyrir Þróttara enda fyrsta stig sumarsins komið í hús.

KR - Þróttur R 0-0

KR-völlur. Áhorfendur: 1826

Dómari: Erlendur Eiríksson (6)

Skot (á mark): KR 11 (6) - Þróttur R 2 (0)

Varin skot: Stefán 0 - Sindri 5

Horn:
KR 12 - Þróttur R 4

Aukaspyrnur fengnar: KR 13 - Þróttur R 6

Rangstöður: KR 2 - Þróttur R 0

KR (4-4-2)

Stefán Logi Magnússon 5

Skúli Jón Friðgeirsson 4

Bjarni Guðjónsson 6

Grétar Sigfinnur Sigurðsson 6

Jordao Diogo 5

Óskar Örn Hauksson 3

Baldur Sigurðsson 3

(70 Guðmundur Pétursson 5)

Jónas Guðni Sævarsson 6

Atli Jóhannsson 6

(75 Gunnar Örn Jónsson -)

Björgólfur Takefusa 5

Prince Rajcomar 4

(60 Guðmundur Benediktsson 5)

Þróttur (4-5-1)

Sindri Snær Jensson 8* ML

Kristján Ómar Björnsson 5

Runólfur Sveinn Sigmundsson 7

Dennis Danry 8

Birkir Pálsson 6

Andrés Vilhjálmsson 5

(81 Skúli Jónsson -)

Haukur Páll Sigurðsson 6

(88 Ingvi Sveinsson -)

Hallur Hallsson 6

Rafn Andri Haraldsson 6

Morten Smidt 5

(63 Davíð Þór Rúnarsson 7)

Hjörtur Hjartarson 6




Tengdar fréttir

Bjarni: Tvö töpuð stig

KR-ingar fóru illa að ráði sínu þegar þeir gerðu markalaust jafntefli við Þróttara á heimavelli nú í kvöld. Þeir voru mun sterkari aðilinn í leiknum en náðu ekki að koma boltanum í mark Þróttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×