Enski boltinn

Vonast til að Tosic þróist eins og Ronaldo

Elvar Geir Magnússon skrifar
Zoran Tosic í leik með Partizan.
Zoran Tosic í leik með Partizan.

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sagt Zoran Tosic að taka Cristiano Ronaldo til fyrirmyndar. United keypti Tosic á dögunum frá Partizan Belgrad.

Tosic er 21. árs vængmaður og vonast Ferguson til að hann þróist á svipaðan hátt og Ronaldo sem Ferguson breytti úr efnilegum leikmanni í einn besta leikmann heims.

„Ef við gætum ráðið þá myndum við vilja að allir okkar leikmenn þróuðust eins og Cristiano. Zoran og Ronaldo eru að mörgu leyti ólíkir leikmenn, Ronaldo er með mikla tækni en Zoran er beinskeyttari," sagði Ferguson.

„Við hvetjum alla unga leikmenn hjá okkur til að stefna á að komast á toppinn. Við erum allir stoltir af því sem Cristiano hefur afrekað en það þarf margt að fara saman svo leikmenn nái svona langt. Þeir þurfa sjálfir að hafa metnaðinn og þránna. Hinsvegar á Cristiano margt að þakka Manchester United fyrir að hafa sýnt honum stuðning og hvatningu á réttum tímum," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×