Enski boltinn

Burnley vann QPR eftir framlengingu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.

Jay Rodriguez var hetja Burnley þegar hann skoraði sigurmark liðsins gegn Queens Park Rangers í kvöld. Markið skoraði hann á síðustu mínútu framlengingar en staðan var 1-1 eftir hefðbundinn leiktíma.

Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliði Burnley í leiknum en fór af velli á 84. mínútu. Heiðar Helguson byrjaði á varamannabekk QPR en kom inná á 85. mínútu leiksins.

Burnley mætir West Bromwich Albion í fjórðu umferð en WBA vann 2-0 útisigur á Peterborough í kvöld. Jay Simpson og Paul Robinson skoruðu mörkin.

Hér að neðan má sjá önnur úrslit en feitletruð lið fara áfram:

Birmingham - Wolves 0-2

Cheltenham - Doncaster 0-0 (þurfa að mætast aftur)

Histon - Swansea 1-2

Leyton Orient - Sheff Utd 1-4

Lið sem voru að mætast aftur:

Bristol City - Portsmouth 0-2

Burnley - QPR 2-1

Crewe - Millwall 2-3

Norwich - Charlton 0-1

Peterborough - West Brom 0-2






Fleiri fréttir

Sjá meira


×