Enski boltinn

Swansea vann Portsmouth

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ketteringen fagnar því að hafa jafnað í 1-1.
Ketteringen fagnar því að hafa jafnað í 1-1.

Fjölmörgum leikjum í fjórðu umferð ensku FA bikarkeppninnar var að ljúka. Óvæntustu úrslitin voru í viðureign Portsmouth og Swansea þar sem Swansea vann 2-0 útisigur.

Hermann Hreiðarsson byrjaði á varamannabekk Portsmouth en kom inn í hálfleik. Bæði mörk Swansea komu í fyrri hálfleiknum en liðið situr í níunda sæti ensku 1. deildarinnar.

Fulham lenti í kröppum dansi gegn utandeildarliði Kettering en náði að tryggja sér sigurinn í lok leiksins. Staðan var 2-2 þegar lítið var eftir en þá skoruðu Andy Johnson og Bobby Zamora og tryggðu Fulham nauman sigur.

Jóhannes Karl Guðjónsson lék síðasta hálftímann fyrir Burnley sem gerði jafntefli við West Bromwich Albion. Doncaster og Aston Villa gerðu markalaust jafntefli og þurfa einnig að mætast að nýju.

Michael Ballack skoraði tvö mörk og Frank Lampard eitt þegar Chelsea vann 3-1 sigur á Ipswich. Aron Gunnarsson lék fyrri hálfleikinn fyrir Coventry sem vann Torquay á útivelli en sigurmarkið kom á 87. mínútu.

Úrslit leikja klukkan 15:

Chelsea - Ipswich 3-1

Doncaster - Aston Villa 0-0

Hull City - Millwall 2-0

Kettering - Fulham 2-4

Portsmouth - Swansea 0-2

Sheff United - Charlton 2-1

Sunderland - Blackburn 0-0

Torquay - Coventry 0-1

Watford - Crystal Palace 4-2

West Brom - Burnley 2-2

Wolves - Middlesbrough 1-2








Fleiri fréttir

Sjá meira


×