Enski boltinn

West Ham áfram í bikarnum

Behrami skoraði fyrir West Ham, sem hefur ekki tapað í sex leikjum
Behrami skoraði fyrir West Ham, sem hefur ekki tapað í sex leikjum NordicPhotos/GettyImages

West Ham er komið í fimmtu umferð enska bikarsins eftir 2-0 baráttusigur á Hartlepool á útivelli í fyrsta leik dagsins í bikarnum.

Valon Behrami kom West Ham yfir með skoti með vinstri fæti og Mark Noble skoraði síðara markið úr víti undir lok fyrri hálfleiksins, en sýnt þótti að dómurinn hafi verið rangur. Báðir markverðir þurftu að taka á honum stóra sínum í leiknum.

Þetta var fyrsta viðureign liðanna í sögunni og C-deildarliðið getur borið höfuðið hátt eftir einn stærsta leik í sögu félagsins. Hartlepool lagði úrvalsdeildarlið Stoke í umferðinni á undan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×