Enski boltinn

Gascoigne á batavegi

NordicPhotos/GettyImages

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Paul Gascoigne er sagður vera á batavegi eftir að hafa verið þrjár vikur á meðferðarheimili Tony Adams í Hampshire, Sporting Chance.

Gazza komst enn á ný í fréttirnar seint á síðasta ári þegar hann sást vafra um götur Newcastle í annarlegu ástandi eftir að hafa enn og aftur látið í minni pokann fyrir Bakkusi.

"Ég á enn langt í land en mér líður betur en áður og finnst ég vera að ná mér," sagði Gazza við vin sem hann eignaðist í meðferðinni eftir því sem fram kemur í breska blaðinu Sun.

Gazza mun hafa þakkað börnum sínum að hann hafi náð að rétta úr kútnum eftir síðasta skrall, en heilsu hans hefur hrakað mikið í ólifnaði síðustu ára þar sem hann hefur margoft verið sviptur sjálfræði og lagður inn á sjúkrahús nær dauða en lífi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×