Erlent

Bretar geta flett glæpamönnum í hverfinu upp

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Nú er hætt við að fari að þrengja að breskum afbrotamönnum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Nú er hætt við að fari að þrengja að breskum afbrotamönnum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Breski dómsmálaráðherrann Jack Straw mun á morgun kynna áætlun ríkisstjórnarinnar um að koma upp gagnagrunni á Netinu þar sem fletta má upp dæmdum afbrotamönnum í ákveðnum hverfum. Með þessu eiga íbúar að geta áttað sig á því hvers konar nágranna þeir eigi.

Þetta er auðvitað ekki átakalaust og hafa mannréttindasamtök gagnrýnt væntanlegan gagnagrunn harðlega og kallað hann innrás í einkalíf brotamanna. Höfundar gagnagrunnsins svara því hins vegar til að kerfið kunni engin önnur úrræði til að veita borgurunum upplýsingar um hverjir dvelji í næstu húsum og það verði bara að hafa það þótt ruðst sé inn í einkalíf hinna brotlegu. Eftir allt saman séu þeir nú einu sinni brotlegir.

Kerfisfræðingarnir ganga jafnvel svo langt að bjóða upp á myndir af brotamönnum á síðunni svo allt liggi nú klárlega fyrir. Þá hafa aðrar frumlegar tillögur litið dagsins ljós, til dæmis þær að afbrotamönnum sem gegni samfélagsþjónustu verði gert að ganga í sérstökum fatnaði sem gefi það til kynna að þeir hafi villst af veginum mjóa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×