Innlent

Viðræðurnar snúast ekki bara um Evrópumál

Formaður VG.
Formaður VG. Mynd/Pjetur
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir stjórnarmyndunarviðræður ríkisstjórnarflokkanna snúast engan veginn bara um Evrópumál þrátt fyrir að vera afar mikilvæg fyrir marga. Hann segir viðræðurnar í eðlilegum farvegi. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

„Það er enginn asi. Við höfum mörgum verkefnum að sinna eins og fréttir bera með sér hvort sem það er að lengja grásleppuvertíðina eða takast á við heimfarald af svínaflensu," segir Steingrímur.

„Menn þurfa að hafa í huga að nú situr hér ríkisstjórn með þingmeirihluta að baki sér sem sinnir sínum daglegu verkum samhliða því sem við höldum áfram þessum viðræðum," segir Steingrímur.


Tengdar fréttir

Jóhanna útilokar ekki að Alþingi skeri úr um ESB

Stjórnarmyndunarviðræðum Samfylkingar og Vinstri grænna miðar vel áfram að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Hún er bjartsýn á að flokkarnir komi sér saman um lausn varðandi Evrópusambandið.

Samið um hvern málaflokk fyrir sig

„Við erum að ná samkomulagi innan hvers málaflokks fyrir sig,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, eftir fund síðdegis með Jóhönnu Sigurðardóttur, formanni Samfylkingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×