Innlent

Leikskólabörnin hafa aldrei verið fleiri

Leikskólabörn hafa aldrei verið fleiri hér á landi, en í desember 2008 voru þau 18.278. Þá hafði þeim fjölgað um 4,1 prósent á einu ári, eða um 717. Fjölgunin skýrist annars vegar af stærri árgöngum á leikskólaaldri og hins vegar af hlutfalli þeirra sem sækja um leikskólapláss fyrir börn sín. Það á sérstaklega við um yngstu börnin.

Að sama skapi hefur starfsfólk leikskóla aldrei verið fleira, en í desember störfuðu 5.568 starfsmenn í 4.761 stöðugildi á leikskólum landsins. Þeim hafði fjölgað um 7,9 prósent á einu ári, eða um 409. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.- kóp








Fleiri fréttir

Sjá meira


×