Íslenski boltinn

Baldur vill fara í KR

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Baldur er spenntastur fyrir því að spila með KR í sumar.
Baldur er spenntastur fyrir því að spila með KR í sumar. Mynd/Vilhelm

Mývetningurinn Baldur Sigurðsson hefur gert upp hug sinn um hvar hann vill spila næsta sumar. Næsti áfangastaður þessa magnaða miðjumanns verður að öllum líkindum KR.

„Ég mun ræða við forráðamenn KR í fyrramálið og vonandi náum við samningum," sagði Baldur við Vísi.

Hann hefur ekkert rætt samningamál við nein félög fram til þessa og eingöngu viljað taka ákvörðun um næsta áfangastað út frá faglegum forsendum. Það á því eftir að ræða um krónur og aura.

„Mér leist bara virkilega vel á allt hjá KR. Þjálfarateymið og hvernig er haldið um hlutina í Vesturbænum. Ég sé möguleika á að bæta mig sem knattspyrnumann hjá KR og í kjölfarið kemst ég vonandi út aftur," sagði Baldur.

Baldur ræddi við KR, FH og Val í upphafi en fljótlega datt FH úr myndinni. Valið stóð því á milli KR og Vals og líklegt að Valsarar hafi tapað þessum slag fyrir KR.

Hjá KR mun Baldur hitta fyrir gamlan félaga úr Keflavík, Jónas Guðna Sævarsson, en þeir mynduðu verulega sterkt miðjupar suður með sjó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×