Aganefnd enska knattspyrnusambandsins FA hefur dæmt knattspyrnustjórann Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United í tveggja leikja bann auk sektar vegna ummæla sinna í garð dómarans Alan Wiley.
Ferguson ásakaði Wiley eftir 1-1 jafntefli United við Sunderland um að vera ekki í nægilega góðu líkamlegu ásigkomulagi til þess að ráða við hraða leiksins.
Ferguson þarf að greiða 20 þúsund punda sekt og má ekki vera á hliðarlínunni í tveimur leikjum United auk þess sem hann gæti þurft að taka út tveggja leikja bann til viðbótar ef framkoman endurtekur sig á næstu átján mánuðum.