Erlent

Tveir létust þegar kviknaði í flugvél

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/CNN

Flugmaður og aðstoðarflugmaður biðu bana þegar eldur kom upp í flugvél hraðflutningafyrirtækisins Federal Express á Narita-flugvellinum í Tókýó í gærkvöldi. Vélin var að lenda þegar kviknaði í henni. Flugmennirnir voru báðir Bandaríkjamenn og er talið að snarpur hliðarvindur hafi gert það að verkum að þeir misstu stjórn á vélinni við lendinguna.

Myndband sem náðist af atvikinu sýnir vélina sveigja til vinstri og velta svo á hliðina. Japönsk samgönguyfirvöld segja þetta vera fyrsta banaslysið á Narita-flugvellinum, sem var opnaður árið 1978.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×