Íslenski boltinn

Ólafur Þórðarson: Strákarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ólafur Þórðarson hvetur sína menn áfram.
Ólafur Þórðarson hvetur sína menn áfram. Mynd/Valli

Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkis var að vonum kátur eftir að hafa stýrt liði sínu til sigurs í þriðja leiknum af fjórum í Pepsi-deildinni.

"Ég er með ágætislið alveg, það liggur alveg á borðinu. Við erum með mikið af ungum strákum sem leggja sig fram og svo erum við með reynslubolta með sem eru góðir leiðtogar," sagði Ólafur.

Breiðablik kemst yfir snemma leiks með marki gegn gangi leiksins en Fylkir svaraði með tveimur mörkum úr nánast einu færum liðsins í fyrri hálfleik.

"Það var kjaftshögg en við sýndum karakter og erum komnir yfir fyrir hálfleik svoleiðis að strákarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og börðust vel fyrir þessu. Í seinni hálfleik var aldrei vafi, við kláruðum þetta vel."

"Það var mjög gott að vera yfir í hálfleik. Að snúa leiknum úr 0-1 í 2-1 á þessum 30 mínútum var mjög sterkt. Blikarnir eru mjög sterkir og erfiðir andstæðingar."

"Við vorum klaufar að bæta ekki við fleiri mörkum. við hefðum getað gert það en við skoruðum þrjú og það dugði fyrir þremur stigum í dag," sagði Ólafur sem hefur sett stefnuna hátt með Fylki í sumar.

"Við erum í fyrsta til öðru sæti ásamt KR og stefnum á að reyna halda okkur eins ofarlega í deildinni og við getum. við litum upp með markmiðasetningu fyrir mót og við breytum henni ekki neitt," sagði glaðbeittur Ólafur Þórðarson í leikslok.




Tengdar fréttir

Umfjöllun: Fylkir á toppinn með KR

Það voru baráttuglaðir Fylkismenn sem tylltu sér á topp Pepsi-deildar karla ásamt KR í kvöld með góðum sigri, 3-1, á Breiðabliki í Árbænum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×