Umfjöllun: Fylkir á toppinn með KR Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 24. maí 2009 18:15 Tekið á því í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Það voru baráttuglaðir Fylkismenn sem tylltu sér á topp Pepsi-deildar karla ásamt KR í kvöld með góðum sigri, 3-1, á Breiðabliki í Árbænum Fylkismenn hófu leikinn betur en það voru Blikar sem skoruðu úr sinn fyrstu sókn í blíðunni í Árbænum. Þar var Alfreð Finnbogason að verki á 12. mínútu, fjórða mark Alfreðs í fjórum leikjum. Breiðablik var sterkari aðilinn eftir markið en færin létu á sér standa í hálfleiknum þrátt fyrir fín tilþrif beggja liða úti á vellinum. Þegar tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum skoruðu Fylkismenn tvö keimlík mörk eftir aukaspyrnur á miðjum vellinum. Valur Fannar Gíslason skallaði boltann á Kjartan Ágúst Breiðdal sem skoraði af stuttu færi og þremur mínútum síðar er það Valur Fannar sem skorar sjálfur eftir að Einar Pétursson skallaði boltann í teignum. Lagleg mörk en varnarleikur Breiðabliks var vart boðlegur í mörkunum tveimur. Heimamenn voru mikið betri í síðari hálfleik. Blikar komu ákveðnir til leiks en sköpuðu sér fá marktækifæri. Halldór Arnar Hilmisson gerði út um leikinn þegar 20 mínútur voru eftir og var Fylkir mun nær því að bæta við mörkum en Breiðablik að minnka muninn. Handbragð Ólafs Þórðarson er strax farið á sjást á liði Fylkis þar sem menn berjast hver fyrir annan auk þess að kunna ýmislegt fyrir sér í fótbolta og geta sótt hratt. Liðið verst vel með sterka menn í flestum stöðum en Blikar vilja eflaust gleyma þessum leik sem fyrst þar sem liðið lék sinn versta leik á tímabilinu til þessa. Baráttuna vantaði í lið Breiðablik og fyrir utan markið í fyrri hálfleik og góðan kafla í kjölfarið sýndi liðið fátt sem gladdi stuðningsmenn liðsins.Fylkir-Breiðablik 3-1 0-1 Alfreð Finnbogason (12.) 1-1 Kjartan Ágúst Breiðdal (35.) 2-1 Valur Fannar Gíslason (38.) 3-1 Halldór Arnar Hilmisson (71.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 1.357 Dómari: Örvar Sær Gíslason (7)Skot (á mark): 7-7(4-5)Varin skot: Fjalar 4 - Ingvar 1Aukaspyrnur fengnar: 12-13Horn: 4-9Rangstöður: 5-0Fylkir 4-4-2: Fjalar Þorgeirsson 6 Andrés Már Jóhannesson 6 Kristján Valdimarsson 7 Einar Pétursson 7 Tómar Þorsteinsson 5 Ingimundur Níels Óskarsson 7 (89. Theódór Óskarsson -) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5 (79. Ólafur Ingi Stígsson -) Valur Fannar Gíslason 7Kjartan Ágúst Breiðdal 8 - maður leiksins Pape Mamadou Faye 5 Halldór Arnar Hilmisson 6 (83. Þórir Hannesson -)Breiðablik 4-3-3: Ingvar Þór Kale 5 Árni Kristinn Gunnarsson 3 (46. Guðjón Gunnarsson 4) Guðmann Þórisson 4 Kári Ársælsson 5 Kristinn Jónsson 4 (85. Aron Már Smárason -) Finnur Orri Margeirsson 4 Guðmundur Kristjánsson 4 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 Kristinn Steindórsson 4 Alfreð Finnbogason 4 Olgeir Sigurgeirsson 2 (80. Arnar Sigurðsson -) Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Það voru baráttuglaðir Fylkismenn sem tylltu sér á topp Pepsi-deildar karla ásamt KR í kvöld með góðum sigri, 3-1, á Breiðabliki í Árbænum Fylkismenn hófu leikinn betur en það voru Blikar sem skoruðu úr sinn fyrstu sókn í blíðunni í Árbænum. Þar var Alfreð Finnbogason að verki á 12. mínútu, fjórða mark Alfreðs í fjórum leikjum. Breiðablik var sterkari aðilinn eftir markið en færin létu á sér standa í hálfleiknum þrátt fyrir fín tilþrif beggja liða úti á vellinum. Þegar tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum skoruðu Fylkismenn tvö keimlík mörk eftir aukaspyrnur á miðjum vellinum. Valur Fannar Gíslason skallaði boltann á Kjartan Ágúst Breiðdal sem skoraði af stuttu færi og þremur mínútum síðar er það Valur Fannar sem skorar sjálfur eftir að Einar Pétursson skallaði boltann í teignum. Lagleg mörk en varnarleikur Breiðabliks var vart boðlegur í mörkunum tveimur. Heimamenn voru mikið betri í síðari hálfleik. Blikar komu ákveðnir til leiks en sköpuðu sér fá marktækifæri. Halldór Arnar Hilmisson gerði út um leikinn þegar 20 mínútur voru eftir og var Fylkir mun nær því að bæta við mörkum en Breiðablik að minnka muninn. Handbragð Ólafs Þórðarson er strax farið á sjást á liði Fylkis þar sem menn berjast hver fyrir annan auk þess að kunna ýmislegt fyrir sér í fótbolta og geta sótt hratt. Liðið verst vel með sterka menn í flestum stöðum en Blikar vilja eflaust gleyma þessum leik sem fyrst þar sem liðið lék sinn versta leik á tímabilinu til þessa. Baráttuna vantaði í lið Breiðablik og fyrir utan markið í fyrri hálfleik og góðan kafla í kjölfarið sýndi liðið fátt sem gladdi stuðningsmenn liðsins.Fylkir-Breiðablik 3-1 0-1 Alfreð Finnbogason (12.) 1-1 Kjartan Ágúst Breiðdal (35.) 2-1 Valur Fannar Gíslason (38.) 3-1 Halldór Arnar Hilmisson (71.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 1.357 Dómari: Örvar Sær Gíslason (7)Skot (á mark): 7-7(4-5)Varin skot: Fjalar 4 - Ingvar 1Aukaspyrnur fengnar: 12-13Horn: 4-9Rangstöður: 5-0Fylkir 4-4-2: Fjalar Þorgeirsson 6 Andrés Már Jóhannesson 6 Kristján Valdimarsson 7 Einar Pétursson 7 Tómar Þorsteinsson 5 Ingimundur Níels Óskarsson 7 (89. Theódór Óskarsson -) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5 (79. Ólafur Ingi Stígsson -) Valur Fannar Gíslason 7Kjartan Ágúst Breiðdal 8 - maður leiksins Pape Mamadou Faye 5 Halldór Arnar Hilmisson 6 (83. Þórir Hannesson -)Breiðablik 4-3-3: Ingvar Þór Kale 5 Árni Kristinn Gunnarsson 3 (46. Guðjón Gunnarsson 4) Guðmann Þórisson 4 Kári Ársælsson 5 Kristinn Jónsson 4 (85. Aron Már Smárason -) Finnur Orri Margeirsson 4 Guðmundur Kristjánsson 4 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 Kristinn Steindórsson 4 Alfreð Finnbogason 4 Olgeir Sigurgeirsson 2 (80. Arnar Sigurðsson -)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira